ekki byrjar það vel...

Ok lét undan Hullunni minni og stofnaði moggablogg, var búin að skrifa þvílíka ritgerð, og hvað svo, auðvitað ýtti ég á einhvern takka sem eyddi öllu helv... draslinu Devil 

Ekki glöð Stína sem situr hér við tölvuna núna grrrr og hverjum er það að kenna?? Hulla mín þú tekur þessa reiði bara á þig, þar sem þessi bloggsíðuskipti eru nú gerð fyrir þig Kissing

En hvað um það, best að reyna að skrifa eitthvað af þessu aftur.... og Hulla þér er fyrirgefið híhí, en ætla nú að taka það skírt fram að þessi bloggsíðuskipti munu nú örugglega ekki verða til þess að ég verði duglegri að blogga. Er heimsins latasti bloggari og viðurkenni það vel.

Búið að vera nóg að gera, ýmist vinna eða aukavinna, og Bjarni hefur staðið sig stórvel í þvotti, þrifum, eldamennsku og ekki síst bakstri, held að hann sé bara ráðinn í þá stöðu næstu 3 árin meðan hann er í námi Grin En nú er ég komin í vikufrí, og krakkarnir byrja í skólanum á þriðjudaginn þannig að ég get fylgt Gabríel í skólan fyrstu vikuna, veit ekki hvort okkar er meira spennt ég eða hann Tounge

Í dag skelltum við okkur í að brjóta niður vegginn milli eldhúss og fyrverandi stofu, núverandi borðstofu Wink Þannig séð ekkert lengi gert að brjóta niður, aðal vinnan í hreinsun og þrifum eftir þetta allt saman, en alveg þess virði, þvílíkt sem birtir til hérna við þetta. Þannig að nú er eldhúsverkefnið formlega komið í gang, og hlakka ég mikið til að fá mitt nýja eldhús, reyndar ætlum við ekki að gera neitt meira fyrr en gestakomu er lokið, þannig að eins gott að ég er þolinmóð manneskja Halo

18. kemur mamma í heimsókn og verður til 30. svo 25. kemur Brynja með unglömbin Báru og Bjarna Wink og verða þau til 9. sept. Vona að ég verði svona ferðadugleg þegar ég verð áttræð.

hmm annars man ég nú ekki eftir neinu öðru fréttnæmu eins og er, þannig að ætli ég láti þetta bara ekki duga í bili.

Hilsen Stína.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei sko - velkomin hingað ;) ég held að þú þurfir nú að slást við mig ef þú vilt kallast latasti bloggarinn ;) var einmitt hugsað til  ykkar áðan, það er komið ár síðan við vorum í heimsókn hjá ykkur!!! ótrúlegt alveg.... gaman að heyra fréttir ;)

Lauga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Hulla Dan

Elsku kjellingin mín.
Að sjálfsögðu verður þú miklu duglegri að blogga hérna  
Svo færðu fullt af bloggvinum og svona.
Þú mátt flegja allri þeirri gremju sem þig langar á mig. Ég get tekið við því sæta.

Hlakka til að lesa meira seinna í dag
 

Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband