Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

kræst

Minnið mig á að halda aldrei aftur afmæli fyrir Birtu  Crying

Ég er gjörsamlega búin á því, vottur af taugaáfalli held ég, er algjörlega ekki að meika þessar stelpur í bekknum hennar. Mér líður eins og það hafi verið valtað yfir mig eða lent fyrir lest eða eitthvað álíka. Að 9 ára stelpur geti verið svona leiðinlegar litlar tíkur, afsakið orðbragðið, mér er bara ofboðið. Ok þær eru ekki allar svona slæmar en nógu margar til að eyðileggja fyrir öllum hinum. Þetta svosem byrjaði ágætlega, sótti þær í skólan svo var opnað pakka og borðað á eftir því. Þetta gekk allt saman vel fyrir sig og tók lengri tíma en ég átti von á þannig að ég var bara orðin nokkuð bjartsýn á daginn. Svo var farið út á íþróttavöll til að spila fótbolta, hafnarbolta og fleiri leiki, sem bæ ðe vei stóð á boðskortinu. Fyrst var einhver sem tuðaði yfir því að fara í fótbolta, ok svo þegar loksins var búið að greiða úr því átti að skipta í lið. Birta fékk að ráða og skipti nokkuð fair svo að það væri blandað góðir og lélegir saman í liði... það kostaði ekki lítil rifrildi meðal þessara litlu monstera. En mamman sagði svona spilum við og svo getum við breytt liðunum á eftir... nokkuð fair ekki satt Wink Eftir ca. 20 sek. spilatíma var komið ósætti og rifrildi aftur Devil og svona gekk þetta allan tíman meðan við vorum að reyna að leika, endalaust tuð yfir að nenna ekki hinu og þessu og vilja ekki vera með þessum og hinum í liði, eða standa þarna eða hinumegin. Þær fundu gjörsamlega upp á öllu til að vera á móti. Ég var að verða frekar klikkuð Shocking Reyndi smá pædagogik á þær, hey við erum að spila til að hafa það gaman saman, skiptir ekki máli hver er betri eða verri o.s.frv. Haha eins og það hafi virkað á þessi litlu... FootinMouth Ég var orðin það langt leidd að ég sagði við þær að ef að maður v ildi ekki vera með í því sem ætti að gera og væri með tuð og leiðindi að þá ætti maður ekki að vera að mæta í afmælisveislu...Blush  Við gáfumst náttúrulega upp á þessum leikjum á endanum og héldum heim aftur. Eftir svolitlar rökræður var samþykkt að fara í feluleik, og vá þær léku sér í feluleik þar til veislan endaði  Wizard Þannig að mín niðurstaða er sú að þær geta ekki verið saman í "holdsport" (veit ekki alveg hvað það kallast á góðri ísl.) en geta svo leikið svona einstaklings leiki, verst hvað ég var sein að fatta það Pinch

Allavega sagði ég við Birtu að á næsta ári yrði annað hvort bara boðið öllum strákunum eða engin veisla, þá væri allavega hægt að spila fótbolta vandræðalaust. Birta var nú ekki alveg að samþykkja það, hélt því fram að það væri pinligt að vera eina stelpan Joyful en leist að öðru leiti ágætlega á Grin

 

Jæja þá er ég búin að létta aðeins á mér, og líður mikið betur fyrir vikið, spurning hvort maður fái sér ekki bara öllara í kvöld, þar sem maður er í fríi á morgun Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband