Þannig fór það...
17.8.2008 | 20:28
Jæja get nú ekki verið minni kona en Hulla og kemur hér smá frásögn um Meatloaf upplifun okkar Ok, hittumst á lestarstöðinni og röltum saman upp á svæðið, leiðin lá í gegnum miðbæinn sem iðaði af fólki músík og þrusutilboðum en við máttum því miður ekki vera að því að stoppa og njóta þess þar sem við vorum á leiðinni að hitta okkar elskaða Meatloaf... rötuðum á svæðið nokkuð vandræðalaust, komum okkur fyrir í grasinu og gátum spjallað fram eftir öllu, vorum svo uppteknar við að spjalla að við tókum nánast ekkert eftir upphitunarhljómsveitinni og veðrið var geggjað... semsagt alveg fullkomið fram að þessu... En svo kom að því að idolið steig á svið, við þrusuðum af stað inn þvöguna, sem var nú reyndar ekkert geðveikislega mikið en músíkin byrjaði og við svo mikið tilbúnar til að taka undir með okkar undirfögru söngrödd en úps það var ekki hægt því við þekktum ekki lagið.. gaurinn var á sviðinu í rúman klukkutíma áður en það kom lag sem við könnuðumst við En þá kom líka lag sem var þess virði að bíða eftir... Paradise by the dashboard light... allir fögnuðu þvílíkt og svo byrjaði idolið að syngja eða ég veit ekki beint hvort það sé hægt að kalla það söng það allavega komu einhver undarleg hljóð út úr honum en ég myndi ekki beint flokka það undir söng, við Hulla litum á hvora aðra og svo í kringum okkur og sáum fólk sem leit jafn undarlega á hvort annað og við... nema svo dúkkaði Patricia upp og hún reddaði laginu með sinni undurfögru rödd og sviðsframkomu... eftir það komu 2 önnur lög sem við þekktum og viðlag úr einu þekktu lagi sem var sungið í hátt í 10 mín held ég, og þar af sungu áhorfendurnir í 8 mín og hann í 2 Svo var þetta nú bara búið, nema gaurinn var klappaður upp aftur náttúrulega, og við alveg vissar um að hann hefði "save the best for last" og kæmi nú með gömlu góðu slagarana enn neinei bara fleiri lög sem enginn þekkti. Þannig að hreint út sagt er ég mjög svekkt út í Mr. Meatloaf Held hann ætti hreinlega að leggjast í helgan stein. En hljómsveitin var mjög góð og dömurnar sem voru með honum voru frábærar. En þrátt fyrir þetta skúffelsi var þetta frábært kvöld með Hullu minni Leiðin heim var víst ekki eins greiðfær og leiðin á svæðið, við náðum að villast eitthvað í miðbænum, sem enn var fullur af fólki og lífi, komumst að því að það væri menningarnótt Fólk var mjög viljugt að vísa okkur til vegar, en samt náðum við að villast hehe. En þetta hafðist allt, ég missti reyndar af lestinni, en Bjarni skutlaðist eftir mér. Eiki sótti Hullu sína, þannig að við komumst báðar heilar heim eftir þetta ágætiskvöld.
En nú er komin háttatími og sögustundinni lokið.
Hejsa og god nat.
en ekki beint góða
Athugasemdir
Oj en fúlt! talandi um helga steininn samt þá held ég að hann hafi hætt tímabundið? jæja kannski ekki samt... agalegt!
Lauga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 09:12
Þú ert sem sagt komin heim?
Mínir bloggvinir hafa verið að spurja um þig... þannig að nú get ég sagt með góðri amvisku að þú hafir náð heil heim.
Þetta VAR gaman.!!!
Hulla Dan, 19.8.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.