Og þá er skólinn byrjaður
13.8.2008 | 15:50
Við hjónaleysin skelltum okkur í Þýskalandstúr í morgun, skoða flísar og eitt og annað skemmtilegt til eldhúsbyltingar Börnunum fylgt í skólan og svo brunað af stað. Margt skemmtilegt að skoða og sjá, notuðum auðvitað tækifærið og komum við í grænsabúð til að fylla á gos og öl byrgðir áður en íslendingarnir dúkka inn En skömmu fyrir hádegi fékk ég hringingu frá skólanum, Birta hafði dottið og slasað sig á hnénu og leit það frekar illa út, þannig að það var mælt með skadestue heimsókn til að láta hreinsa sárið. Þar sem við vorum nú stödd í Þýskalandinu þá var nú soldill spotti að sækja litla hrakfallabálkinn okkar í skólan En þetta hafðist allt saman, við á skadestuen þar sem doktorinn snéri löppinni hægri vinstir upp og niður og út á hlið, til að ath. hvort allt væri nú ekki í lagi, svo var húðin bæði klippt og hreinsuð og lagt plástur á, en þrátt fyrir að Birta biti vel á jaxlinn gat hún ekki haldið aftur af grátinum meðan á þessu stóð, æj hvað ég fann til með henni En að öllu þessu loknu gat hún nú gengið aftur út rauðeygð en brosandi En hún má nú eiga það að hún var næstum því búin að vera 2 daga í skólanum án þess að slasa sig
Og út í allt annað, í dag duttu miðarnir á Meatloaf tónleikana inn um bréfalúguna
Bið annars bara að heilsa í bili ;)
P.S. Sigga er búin að vera að prófa að fikta í stillingarmöguleikunum og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að þú getir kommentað.. vona að það virki
Athugasemdir
æj æj aumingja Birta, batakveðjur frá mér til hennar!
Bára Berg (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:17
p.s. flott nýja bloggið, ekkert smá virk- lofar góðu :)
Bára Berg (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.