Færsluflokkur: Bloggar
kræst
23.10.2008 | 16:52
Minnið mig á að halda aldrei aftur afmæli fyrir Birtu
Ég er gjörsamlega búin á því, vottur af taugaáfalli held ég, er algjörlega ekki að meika þessar stelpur í bekknum hennar. Mér líður eins og það hafi verið valtað yfir mig eða lent fyrir lest eða eitthvað álíka. Að 9 ára stelpur geti verið svona leiðinlegar litlar tíkur, afsakið orðbragðið, mér er bara ofboðið. Ok þær eru ekki allar svona slæmar en nógu margar til að eyðileggja fyrir öllum hinum. Þetta svosem byrjaði ágætlega, sótti þær í skólan svo var opnað pakka og borðað á eftir því. Þetta gekk allt saman vel fyrir sig og tók lengri tíma en ég átti von á þannig að ég var bara orðin nokkuð bjartsýn á daginn. Svo var farið út á íþróttavöll til að spila fótbolta, hafnarbolta og fleiri leiki, sem bæ ðe vei stóð á boðskortinu. Fyrst var einhver sem tuðaði yfir því að fara í fótbolta, ok svo þegar loksins var búið að greiða úr því átti að skipta í lið. Birta fékk að ráða og skipti nokkuð fair svo að það væri blandað góðir og lélegir saman í liði... það kostaði ekki lítil rifrildi meðal þessara litlu monstera. En mamman sagði svona spilum við og svo getum við breytt liðunum á eftir... nokkuð fair ekki satt Eftir ca. 20 sek. spilatíma var komið ósætti og rifrildi aftur og svona gekk þetta allan tíman meðan við vorum að reyna að leika, endalaust tuð yfir að nenna ekki hinu og þessu og vilja ekki vera með þessum og hinum í liði, eða standa þarna eða hinumegin. Þær fundu gjörsamlega upp á öllu til að vera á móti. Ég var að verða frekar klikkuð Reyndi smá pædagogik á þær, hey við erum að spila til að hafa það gaman saman, skiptir ekki máli hver er betri eða verri o.s.frv. Haha eins og það hafi virkað á þessi litlu... Ég var orðin það langt leidd að ég sagði við þær að ef að maður v ildi ekki vera með í því sem ætti að gera og væri með tuð og leiðindi að þá ætti maður ekki að vera að mæta í afmælisveislu... Við gáfumst náttúrulega upp á þessum leikjum á endanum og héldum heim aftur. Eftir svolitlar rökræður var samþykkt að fara í feluleik, og vá þær léku sér í feluleik þar til veislan endaði Þannig að mín niðurstaða er sú að þær geta ekki verið saman í "holdsport" (veit ekki alveg hvað það kallast á góðri ísl.) en geta svo leikið svona einstaklings leiki, verst hvað ég var sein að fatta það
Allavega sagði ég við Birtu að á næsta ári yrði annað hvort bara boðið öllum strákunum eða engin veisla, þá væri allavega hægt að spila fótbolta vandræðalaust. Birta var nú ekki alveg að samþykkja það, hélt því fram að það væri pinligt að vera eina stelpan en leist að öðru leiti ágætlega á
Jæja þá er ég búin að létta aðeins á mér, og líður mikið betur fyrir vikið, spurning hvort maður fái sér ekki bara öllara í kvöld, þar sem maður er í fríi á morgun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þannig fór það...
17.8.2008 | 20:28
Jæja get nú ekki verið minni kona en Hulla og kemur hér smá frásögn um Meatloaf upplifun okkar Ok, hittumst á lestarstöðinni og röltum saman upp á svæðið, leiðin lá í gegnum miðbæinn sem iðaði af fólki músík og þrusutilboðum en við máttum því miður ekki vera að því að stoppa og njóta þess þar sem við vorum á leiðinni að hitta okkar elskaða Meatloaf... rötuðum á svæðið nokkuð vandræðalaust, komum okkur fyrir í grasinu og gátum spjallað fram eftir öllu, vorum svo uppteknar við að spjalla að við tókum nánast ekkert eftir upphitunarhljómsveitinni og veðrið var geggjað... semsagt alveg fullkomið fram að þessu... En svo kom að því að idolið steig á svið, við þrusuðum af stað inn þvöguna, sem var nú reyndar ekkert geðveikislega mikið en músíkin byrjaði og við svo mikið tilbúnar til að taka undir með okkar undirfögru söngrödd en úps það var ekki hægt því við þekktum ekki lagið.. gaurinn var á sviðinu í rúman klukkutíma áður en það kom lag sem við könnuðumst við En þá kom líka lag sem var þess virði að bíða eftir... Paradise by the dashboard light... allir fögnuðu þvílíkt og svo byrjaði idolið að syngja eða ég veit ekki beint hvort það sé hægt að kalla það söng það allavega komu einhver undarleg hljóð út úr honum en ég myndi ekki beint flokka það undir söng, við Hulla litum á hvora aðra og svo í kringum okkur og sáum fólk sem leit jafn undarlega á hvort annað og við... nema svo dúkkaði Patricia upp og hún reddaði laginu með sinni undurfögru rödd og sviðsframkomu... eftir það komu 2 önnur lög sem við þekktum og viðlag úr einu þekktu lagi sem var sungið í hátt í 10 mín held ég, og þar af sungu áhorfendurnir í 8 mín og hann í 2 Svo var þetta nú bara búið, nema gaurinn var klappaður upp aftur náttúrulega, og við alveg vissar um að hann hefði "save the best for last" og kæmi nú með gömlu góðu slagarana enn neinei bara fleiri lög sem enginn þekkti. Þannig að hreint út sagt er ég mjög svekkt út í Mr. Meatloaf Held hann ætti hreinlega að leggjast í helgan stein. En hljómsveitin var mjög góð og dömurnar sem voru með honum voru frábærar. En þrátt fyrir þetta skúffelsi var þetta frábært kvöld með Hullu minni Leiðin heim var víst ekki eins greiðfær og leiðin á svæðið, við náðum að villast eitthvað í miðbænum, sem enn var fullur af fólki og lífi, komumst að því að það væri menningarnótt Fólk var mjög viljugt að vísa okkur til vegar, en samt náðum við að villast hehe. En þetta hafðist allt, ég missti reyndar af lestinni, en Bjarni skutlaðist eftir mér. Eiki sótti Hullu sína, þannig að við komumst báðar heilar heim eftir þetta ágætiskvöld.
En nú er komin háttatími og sögustundinni lokið.
Hejsa og god nat.
en ekki beint góðaBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Damn þá hef ég enga afsökun :)
13.8.2008 | 17:28
Ég byrjaði fyrst á pillunni eftir að við Bjarni byrjuðum saman, þannig að ég get engum um kennt nema sjálfri mér
En spurning hvort einhver eigi eftir að nota þessa niðurstöðu til að losna úr sambandi
... elskan mér þykir það leitt en það er ekki eins og það sé mér að kenna, þetta er allt pillunni að kenna...
Ég elska vísindi
Til að forðast allan misskilning frá fólki (sigrún ) þá er ég að vitna í grein hér á mbl Hr. Rangur valinn vegna pillunnar ...
Hr. Rangur valinn vegna pillunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.8.2008 kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Og þá er skólinn byrjaður
13.8.2008 | 15:50
Við hjónaleysin skelltum okkur í Þýskalandstúr í morgun, skoða flísar og eitt og annað skemmtilegt til eldhúsbyltingar Börnunum fylgt í skólan og svo brunað af stað. Margt skemmtilegt að skoða og sjá, notuðum auðvitað tækifærið og komum við í grænsabúð til að fylla á gos og öl byrgðir áður en íslendingarnir dúkka inn En skömmu fyrir hádegi fékk ég hringingu frá skólanum, Birta hafði dottið og slasað sig á hnénu og leit það frekar illa út, þannig að það var mælt með skadestue heimsókn til að láta hreinsa sárið. Þar sem við vorum nú stödd í Þýskalandinu þá var nú soldill spotti að sækja litla hrakfallabálkinn okkar í skólan En þetta hafðist allt saman, við á skadestuen þar sem doktorinn snéri löppinni hægri vinstir upp og niður og út á hlið, til að ath. hvort allt væri nú ekki í lagi, svo var húðin bæði klippt og hreinsuð og lagt plástur á, en þrátt fyrir að Birta biti vel á jaxlinn gat hún ekki haldið aftur af grátinum meðan á þessu stóð, æj hvað ég fann til með henni En að öllu þessu loknu gat hún nú gengið aftur út rauðeygð en brosandi En hún má nú eiga það að hún var næstum því búin að vera 2 daga í skólanum án þess að slasa sig
Og út í allt annað, í dag duttu miðarnir á Meatloaf tónleikana inn um bréfalúguna
Bið annars bara að heilsa í bili ;)
P.S. Sigga er búin að vera að prófa að fikta í stillingarmöguleikunum og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að þú getir kommentað.. vona að það virki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú hlakka ég til
11.8.2008 | 19:39
Er á leiðinni á tónleika með Meatloaf á föstudaginn, í Kolding... íhhhaaaa
Tókst að dobla Hullu mína með mér, ekki leiðinlegt það, hún er soddan elska þessi dúlla Þetta verða mínir fyrstu tónleikar, ef frá er talið einir þungarokks tónleikar í íþróttahúsinu á Akranesi þegar ég var ca. 15-16 ára ef ég man rétt Ég er svo mikið og þvílíkt að hlakka til, og ef þeir spila paradise by the dashboard light, verður kvöldið fullkomnað
Annars allt hið fínasta, það dúkkaði upp þurrkari hérna í morgun, Bjarni pantaði í síðustu viku til að koma mér á óvart hann á það til að vera soldið sætur í sér Þannig að nú vantar mig bara rigningu til að hafa afsökun til að prófa hann
Búið að pakka í allar skólatöskur og gera klárt fyrir morgundaginn, bara eftir að gera nestið og fær það að bíða þar til í fyrramálið þar sem stelpurnar eiga fyrst að mæta kl. 9.10 og Gabríel 10.30, stuttur fyrsti dagur eftir sumarfrí.
Hmm ok þá er ég búin með bloggskammtinn í bili þannig að bið að heilsa þar til næst....
Og fyrir Meatloaf unnendur þá fann ég uppáhalds lagið mitt...vona að þetta virki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ekki byrjar það vel...
10.8.2008 | 19:58
Ok lét undan Hullunni minni og stofnaði moggablogg, var búin að skrifa þvílíka ritgerð, og hvað svo, auðvitað ýtti ég á einhvern takka sem eyddi öllu helv... draslinu
Ekki glöð Stína sem situr hér við tölvuna núna grrrr og hverjum er það að kenna?? Hulla mín þú tekur þessa reiði bara á þig, þar sem þessi bloggsíðuskipti eru nú gerð fyrir þig
En hvað um það, best að reyna að skrifa eitthvað af þessu aftur.... og Hulla þér er fyrirgefið híhí, en ætla nú að taka það skírt fram að þessi bloggsíðuskipti munu nú örugglega ekki verða til þess að ég verði duglegri að blogga. Er heimsins latasti bloggari og viðurkenni það vel.
Búið að vera nóg að gera, ýmist vinna eða aukavinna, og Bjarni hefur staðið sig stórvel í þvotti, þrifum, eldamennsku og ekki síst bakstri, held að hann sé bara ráðinn í þá stöðu næstu 3 árin meðan hann er í námi En nú er ég komin í vikufrí, og krakkarnir byrja í skólanum á þriðjudaginn þannig að ég get fylgt Gabríel í skólan fyrstu vikuna, veit ekki hvort okkar er meira spennt ég eða hann
Í dag skelltum við okkur í að brjóta niður vegginn milli eldhúss og fyrverandi stofu, núverandi borðstofu Þannig séð ekkert lengi gert að brjóta niður, aðal vinnan í hreinsun og þrifum eftir þetta allt saman, en alveg þess virði, þvílíkt sem birtir til hérna við þetta. Þannig að nú er eldhúsverkefnið formlega komið í gang, og hlakka ég mikið til að fá mitt nýja eldhús, reyndar ætlum við ekki að gera neitt meira fyrr en gestakomu er lokið, þannig að eins gott að ég er þolinmóð manneskja
18. kemur mamma í heimsókn og verður til 30. svo 25. kemur Brynja með unglömbin Báru og Bjarna og verða þau til 9. sept. Vona að ég verði svona ferðadugleg þegar ég verð áttræð.
hmm annars man ég nú ekki eftir neinu öðru fréttnæmu eins og er, þannig að ætli ég láti þetta bara ekki duga í bili.
Hilsen Stína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)